Hvað er Barebells?

Barebells er sænskt fyrirtæki sem framleiðir sérhannaðan mat. Það var stofnað árið 2016. Það framleiðir úrval af prótínbættu snarli sem getur komið í stað t.d. morgunmatar eða eftirréttar, sem holl tilbreyting. Bragð og hönnun sækja innblástur í fimmta áratuginn í Bandaríkjunum. Í dag er Barebells fáanlegt í fleiri en tuttugu ríkjum.

ERU BAREBELLS VÖRUR VEGAN?

Barebells vörur eru ekki vegan þar sem flestar þeirra innihalda mjólkurprótín og collagen.

Af hverju er prótín mikilvægt?

Þegar við hreyfum okkur magnar það prótínveltuna í vöðvafrumunum. Mjög áköf líkamsrækt getur líka brotið vöðvana niður í auknum mæli og þá þarf að „bæta það upp“. Þar kemur að hlutverki prótíns. Það leggur sitt af mörkum til vaxtar og viðhalds vöðvanna og því er lykilatriði að fá prótín fyrir, um og eftir líkamsrækt. Það færðu í Barebells-vörum.

Er þetta laktósafrítt?

Sumt. Mjólkurhristingurinn er það. Í prótínstykkjunum og ísnum er laktósi.

Hvaða vörur eru þetta?

Barebells býr til prótínbætt snarl. Það eru þrír flokkar. Mjólkurhristingur, próteinstykki og ís.

Hvað er mikið prótín í Barebells-ís?

Í íspinnunum er 9.5g af prótíni í hverjum 100g, sem er tvöfalt meira en í venjulegum ís. Í ísstykkjunum eru 10g í 100g á meðan það eru 11g í ísboxunum. Það sem gefur Barebells-ís sérstöðu sína, hins vegar, er að það er engum sykri bætt við.

Hversu hollt er þetta samt?

Það er í alvöru enginn viðbættur sykur í þessu. Eini sykurinn í stykkjunum kemur t.d. bara úr mjólkursúkkulaðinu og er aðeins um 2gr í hverju stykki. Það skiptir máli. Svo er þetta allt prótínbætt svo um munar. Svoleiðis, að þetta er raunverulega nokkuð hollt fyrir mann. Svo má skoða innihaldið nánar í hverri vöru fyrir sig í innihaldslýsingunni.

Hvar er þetta búið til?

Í Evrópu.

Eru þessar vörur gjaldgengar sem snarl?

Barebells vörur eru tilvaldar við hvers kyns tilefni. Sérstaklega þegar maður vill gera vel við bragðlaukana blessaða. Það er ekki viðbættur sykur í þessum vörum, þannig að maður fer rólegur á koddann.

Er glúten í þessu?

Snefilmagn í prótínstykkjunum en ekki öðru.

Áskotnast hinum almenna borgara Barebells klæðnaður eða líkur varningur bara si svona?

Nei, viðskiptavinum býðst ekki að kaupa klæðnaðinn – hann er aðeins fyrir fulltrúa vörumerkisins, svonefnda ambassadora.

Hversu lengi geymist þetta?

Veltur á vöru. Sjá pakkningarnar, þar stendur þetta.

Hverjum henta þessar vörur?

Hverjum þeim sem vill gera vel við sig, án þess að fá samviskubit yfir að háma í sig sætindi og sykur. Þar sem í Barebells er prótínskammtur góður, henta vörurnar mjög vel íþróttafólki.